Í dag hófst hugmyndakeppni um skipulag Vatnsmýrar. Keppnin er á vegum Reykjavíkurborgar. Hún er jafnframt alþjóðleg og fer fram í tveimur þrepum. Úrslit verða ljós í nóvember á þessu ári og gert er ráð fyrir því að Reykjavíkurborg semji við einn eða fleiri vinningshafa um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu.
Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar á www.vatnsmyri.is
Hugmyndakeppni um skipulagningu Vatnsmýrar hafin
Fleiri fréttir
