10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf 29. mars 2007 18:36 Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira