Brynjar Björnsson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði sínum mönnum framlengingu gegn Snæfelli í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Brynjar spilaði meiddur í kvöld og var því mjög ánægður með niðurstöðuna.
"Ég var nú alveg að drepast, en meiðsli skipta ekki máli í svona leik. Auðvitað fer maður inn og setur einn svona þrist. Við vorum ekki að spila nógu vel í þessum leik - en við áttum þetta skilið. Svona er þetta bara - losers go home," sagði Brynjar borubrattur í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn eftir leikinn.