Mikil mildi að ekki fór illa
Mildi þótti að ekki fór illa þegar dragnótabáturinn Hafborg varð vélarvana utan við innsiglinguna að Sandgerðishöfn í gær. Báturinn var nær rekinn upp í grjótið í innsiglingunni. Báturinn varð vélarvana um hálfa mílu frá höfn og fyrsta skip á vettvang, Maggi Jóns frá Sandgerði náði að koma spotta í Hafborgina og halda henni þar til björgunarskip kom á vettvang og dróg Hafborgina til hafnar.