KR-ingar hafa fengið ómetanlegan stuðning frá áhorfendum í rimmunni við NjarðvíkMynd/Víkurfréttir
Fjórði leikur KR og Njarðvíkur í úrslitarimmunni í Iceland Express deildinni fer fram í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. KR getur hirt Íslandsmeistaratitilinn af Njarðvíkingum með sigri í kvöld og þurfa þeir sem ekki komast að í húsinu í kvöld ekki að örvænta, því leikurinn er sýndur beint á Sýn klukkan 20.