Njarðvík leiðir enn

Njarðvíkingar hafa enn yfir gegn KR 59-53 þegar þriðja leikhluta er lokið í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni í Iceland Express deildinni. Igor Beljanski er kominn með 21 stig í liði Njarðvíkur en Pálmi Sigurgeirsson og Jeremiah Sola 13 hvor hjá KR. Það lið sem hefur verið undir eftir þrjá leikhluta hefur farið með sigur af hólmi í fyrstu þremur leikjunum og samkvæmt þeirri hefð ættu KR-ingar að vinna sigur í kvöld.