Fækka þarf apótekum um þriðjung 23. apríl 2007 18:57 Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Hagstofa Evrópusambandsins gerði könnun á lyfjaverði í 33 Evrópulöndum. Borið var saman verð á 181 vinsælu lyfi í nóvember 2005. Ísland lendir í öðru sæti, er með næstdýrustu lyfin í Evrópu, 60 prósent yfir meðalverði, á eftir Sviss þar sem þau eru 87% yfir meðalverði í Evrópu. Í Danmörku og Noregi eru þau um 20% yfir meðalverði og 11 Finnlandi. Af Norðurlöndunum er aðeins Svíþjóð undir evrópsku meðalverði. Langódýrustu lyf álfunnar fást hins vegar í Makedóníu. Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir tölurnar frá Eurostat úreltar. Lyf hafi lækkað um hundruð milljóna síðan nóvember 2005. Nýrri samanburður frá desember 2006 á þrettán sérvöldum mikið seldum lyfjum í nokkrum Evrópulöndum sýna skárri mynd. Þær sýna, segir Páll, að heildsöluverð er á svipuðu róli hér og í nágrannalöndunum, hins vegar sé smásöluverðið út úr apótekinu mun hærra. Aðspurður hvort álagning apótekara sé of há, svarar Páll og lyfjadreifing sé dýr á Íslandi og það þurfi að fækka apótekum um þriðjung. Aðeins Danir leggja hærri virðisaukaskatt á lyf en Íslendingar. Hér er hann 24,5% en 25% í Danmörku. Í Finnlandi er hann til dæmis 8% og enginn í Svíþjóð og á Bretlandi. Hann skiptir verulegu máli, segir Páll. Og svo er það fákeppnin en Páll segir of fáa versla með lyf á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Hagstofa Evrópusambandsins gerði könnun á lyfjaverði í 33 Evrópulöndum. Borið var saman verð á 181 vinsælu lyfi í nóvember 2005. Ísland lendir í öðru sæti, er með næstdýrustu lyfin í Evrópu, 60 prósent yfir meðalverði, á eftir Sviss þar sem þau eru 87% yfir meðalverði í Evrópu. Í Danmörku og Noregi eru þau um 20% yfir meðalverði og 11 Finnlandi. Af Norðurlöndunum er aðeins Svíþjóð undir evrópsku meðalverði. Langódýrustu lyf álfunnar fást hins vegar í Makedóníu. Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir tölurnar frá Eurostat úreltar. Lyf hafi lækkað um hundruð milljóna síðan nóvember 2005. Nýrri samanburður frá desember 2006 á þrettán sérvöldum mikið seldum lyfjum í nokkrum Evrópulöndum sýna skárri mynd. Þær sýna, segir Páll, að heildsöluverð er á svipuðu róli hér og í nágrannalöndunum, hins vegar sé smásöluverðið út úr apótekinu mun hærra. Aðspurður hvort álagning apótekara sé of há, svarar Páll og lyfjadreifing sé dýr á Íslandi og það þurfi að fækka apótekum um þriðjung. Aðeins Danir leggja hærri virðisaukaskatt á lyf en Íslendingar. Hér er hann 24,5% en 25% í Danmörku. Í Finnlandi er hann til dæmis 8% og enginn í Svíþjóð og á Bretlandi. Hann skiptir verulegu máli, segir Páll. Og svo er það fákeppnin en Páll segir of fáa versla með lyf á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira