Sigurður væntanlega áfram með Keflavík

Þjálfaramál Keflvíkinga í körfuboltanum ráðst í kvöld eða fyrramálið. Sigurður Ingimundarsson verður væntanlega áfram þjálfari liðsins. Ný stjórn tók við á aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Birgir Már Bragason tók við formennsku. Birgir staðfesti í samtali við Vísi að körfuknattleiksdeildin ætti í viðræðum við Sigurð.