Tyrkneski herinn haldi að sér höndum Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2007 18:45 Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hvetja tyrkneska herinn til að halda að sér höndum nú þegar þing Tyrklands velur næsta forseta landsins. Svo gæti farið að íslamskur forseti verði fyrir valinu og hefur herinn hótað að grípa í taumana til að vernda sjálfstæði stjórnvalda gagnvart trúarbrögðum. Abdullah Gul, utanríkisráðherra, er forsetaefni stjórnarflokks Tayyips Erdogans, forsætisráðherra, en flokkurinn er afar tengdur Íslam og höfðar mjög til trúrækina múslima. Það er þingið sem greiðir atkvæði um forsetaefni og munaði litlu að Gul fengi tilskiln fjölda atkvæða, tvo þriðju, í fyrstu umferð í gær. Þurfi að kjósa í þriðja sinn dugir einfaldur meirihluti og líklegt talið að Gul verði þá valinn forseti. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni í gær. Á vefsíðu hersins í gærkvöldi var birt yfirlýsing þar sem sagði að herinn fylgdist gaumgæfilega með valinu og væri tilbúinn til að taka virkan þátt í ferlinu eins og það er orðað. Tyrkneski herinn hefur fimm sinnum steypt stjórn landsins á síðustu hálfri öld og herforingjar telja það mikilvægt hlutverk hersins að gæta að þess að stjórnmál og trú séu aðskilin í landinu. Stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við yfirlýsingunni frá í gær. Cemil Cicek, dómsmálaráðherra, segir óhugsandi að stofnun á borð við herinn, sem tengist forsætisráðherranum, gefi frá sér yfirlýsignar gegn stjórnvöldum í nokkru máli. Tyrkland sé lýðræðisríki þar sem lög gildi. Herráðið sé stofnun sem taki við skipunum frá stjórvöldum og það sé stjórnarskrá landsins og tengd löggjöf sem skilgreini hlutverk hersins og herráðsins. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrklands beri herráðið ábyrgð gagnvart forsætisráðherra. Olli Rehn, sem fer með málefni tengd stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórn þess, segir mikilvægt að herinn láti lýðræðislega kjörna ráðamenn taka ákvarðanir í þessu máli. Rehn lagði áherslu á að virðing fyrir lýðræði væri ein frumforsendan fyrir aðild Tyrklands að ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira