Foreldrar bannaðir í unglingahóp 29. apríl 2007 18:59 Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins. Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins.
Innlent Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira