Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju 30. apríl 2007 19:06 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang. Fréttir Innlent Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira