Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Breiðabliks. Greint var frá þessu á blaðamannafundi í dag.
Ásamt því að þjálfa meistaraflokk verður Einar yfirþjálfari yngri flokka deildarinnar. Samningur Einars er til tveggja ára. Einar Árni var á dögunum valinn þjálfari ársins en hann hefur undanfarin þrjú ár þjálfað Njarðvíkinga og stýrði þeim meðal annars til Íslandsmeistaratitils í fyrra.