Fékk skipanir um að falsa aflaskýrslur Kristinn Hrafnsson skrifar 11. maí 2007 20:18 Fyrrverandi skipstjóri hjá stórútgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík segist hafa fengið skipanir frá útgerðinni um að stunda stórfellt svindl með því að falsa aflaskýrslur. Með þessu hafi þúsund tonnum af þorski verið skotið undan, að núvirði 250 til 270 milljónir króna. Þorskurinn var ranglega skráður sem ufsi. Umfjöllun Kompás um stórfellt kvótasvindl - þar sem vitnað var til tuga ónafngreindra heimildarmanna og nokkurra nafngreindra fyrrverandi skipstjóra - hefur virðist hvatinn af því að fyrrverandi útgeðrarmaður játaði á sig stórfelldar sakir á netinu í fyrradag. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna sagði í fréttum í gær að það væri ótækt að menn sem hrökklast hefðu úr sjávarútvegi - sumir dæmdir sakamenn - væru að bera þær sakir á alla í greininni að stunda svindl. Undir slíkum ásökunum vildu útgerðarmenn og heiðarlegt fólk í greininni ekki sitja. Þetta er engin smá ásökun því Vísir er tíundi stærsti kvótaeigandi landsins - en þess má geta að þúsund tonn af þorski seljast á 250-270 milljónir króna á markaði í dag. Ólafur telur sig hafa neyðst til að fylgja dagskipun útgerðarinnar um að gefa upp rangar aflatölur - segjast landa ódýrum ufsa þegar þorskur var í körunum. Hann tekur fram að hann hröklaðist ekki úr greininni og hafi hreint sakavottorð. Sama segir Guðjón Bragason sem vitnaði um kvótasvindl í Kompásþættinum. Fréttastofan leitaði viðbragða hjá Pétri Hafsteini Pálssyni framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en sendi Stöð 2 afrit af bréfi Fiskistofu með niðurstöðu úttektar hennar á árunum 1994 til 1995. Staðfesti bréfið að Fiskistofa hafi ekki talið neitt óeðlilegt koma fram við rannsókn á fyrirtækinu. Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Fyrrverandi skipstjóri hjá stórútgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík segist hafa fengið skipanir frá útgerðinni um að stunda stórfellt svindl með því að falsa aflaskýrslur. Með þessu hafi þúsund tonnum af þorski verið skotið undan, að núvirði 250 til 270 milljónir króna. Þorskurinn var ranglega skráður sem ufsi. Umfjöllun Kompás um stórfellt kvótasvindl - þar sem vitnað var til tuga ónafngreindra heimildarmanna og nokkurra nafngreindra fyrrverandi skipstjóra - hefur virðist hvatinn af því að fyrrverandi útgeðrarmaður játaði á sig stórfelldar sakir á netinu í fyrradag. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna sagði í fréttum í gær að það væri ótækt að menn sem hrökklast hefðu úr sjávarútvegi - sumir dæmdir sakamenn - væru að bera þær sakir á alla í greininni að stunda svindl. Undir slíkum ásökunum vildu útgerðarmenn og heiðarlegt fólk í greininni ekki sitja. Þetta er engin smá ásökun því Vísir er tíundi stærsti kvótaeigandi landsins - en þess má geta að þúsund tonn af þorski seljast á 250-270 milljónir króna á markaði í dag. Ólafur telur sig hafa neyðst til að fylgja dagskipun útgerðarinnar um að gefa upp rangar aflatölur - segjast landa ódýrum ufsa þegar þorskur var í körunum. Hann tekur fram að hann hröklaðist ekki úr greininni og hafi hreint sakavottorð. Sama segir Guðjón Bragason sem vitnaði um kvótasvindl í Kompásþættinum. Fréttastofan leitaði viðbragða hjá Pétri Hafsteini Pálssyni framkvæmdastjóra Vísis í Grindavík. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en sendi Stöð 2 afrit af bréfi Fiskistofu með niðurstöðu úttektar hennar á árunum 1994 til 1995. Staðfesti bréfið að Fiskistofa hafi ekki talið neitt óeðlilegt koma fram við rannsókn á fyrirtækinu.
Innlent Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira