Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar 14. maí 2007 20:21 Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum. Innlent Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. Fyrir rúmri viku var fjallað um stórfellt svindl í sjávarútvegi í Kompási. Síðan þá fjölgar vísbendingum um að það sé varlegt að ætla að þetta undanskot skipti þúsundum tonna á ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú verið að rannsaka stórfellt svindlmál hjá fiskvinnslufyrirtæki á norðurlandi. Þar liggi fyrir vitnisburður um að um þúsund tonnum af þorski hafi verið laumað framhjá vigt á ári hverju í sex ár. Verðmæti þessa fisks á markaði er fimmtán hundurð til átján hunduð milljónir króna. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri staðfestir að það séu nokkur stór mál til rannsóknar en vill ekki ræða einstök mál eða staðfesta tölur í þessu sambandi. Hann telur að til greina komi að vísa þessum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Í fyrrnefndum Kompásþætti sagði Þórður að hann teldi kvótasvikin í landinu ekki vera stórfelld en gætu numið fáum þúsundum tonna. Aðspurður í dag hvort þetta væri ekki varleg áætlun sagði Þórður að hann hefði þar átt við eina tegund svikanna. Það er fölsun á tölum um hlutfall íss í fiskikörunum. Aðspurður um hvort hann geti þá metið heildarsvikin - með löndun framhjá vigt - ranglega tilgreindum tegundum og farmbréfasvikum - sagðist Þórður ekki treysta sér til að leggja mat á það. Rannsóknir Fiskitofu á fyrirtækjum beinast að svokölluðum bakreikningum. Athugað er hvort útflutningur afurða frá vinnslunum sé í samræmi við hráefninu sem landað er hjá henni. Slík rannsókn nær ekki utan um það athæfi að falsa farmbréf til tilgreina magn í gámum minna en það í raun er. Fiskistofustjóri staðfestir að engin hafi til þessa verið sóttur til saka fyrir slík brot, en heimildarmönnum fréttastofu ber saman um að töluverð brögð séu að slíkum svikum.
Innlent Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira