Lögreglumenn frá Ísafirði og Hólmavík héldu upp á Steingrímsfjarðarheiði undir morgun til að leita að 18 ára pari, sem lagt hafði upp frá Súðavík í gærkvöldi, en ekki skilað sér til Hólamvíkur á tilsettum tíma. Aðstandendur voru orðnir órólegir þar sem stúlkan á von á barni eftir tvo mánuði.
Lögreglumenn óku von bráðar fram á bíl fólksins þar sem hann sat fastur í snjóskafli og hafðist fólkið við í honum. Ekkert amaði að þeim og voru þau flutt til Hólamvíkur en bíllinn verður sóttur þegar Vegagerðin hefur rutt veginn.