Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2007 12:31 Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki. Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Sjá meira
Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki.
Innlent Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Sjá meira