Stuðningur vex við Álver á Húsavík 20. maí 2007 15:16 Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. Í könnun sem gerð var í desember sl. mældist stuðningur við álvershugmyndir á Bakka 58,2% á Norðausturlandi. Á Húsavík mælist stuðningurinn í nýju könnuninni 83% en var tæp 76% í desemberkönnuninni. Alls reyndust 19,9% andvíg áformum um álver á Bakka í könnuninni nú, en voru 27,7% í í desember. Hlutfall hlutlausra í þessari nýju könnun var 10,6% en reyndist 14,1% í desemberkönnun Capacent Gallup. Þegar eingöngu er tekið tillit til viðhorfa Húsvíkinga kemur í ljós að 10,3% þeirra eru nú andvíg álversáformum en hlutfallið var 17,9% í desember. Vaxandi meirihluti svarenda er jákvæður í garð Alcoa Fjarðaáls í könnuninni á Norðausturlandi. Þannig svöruðu 67% því til að þeir væru frekar eða mjög jákvæðir í garð fyrirtækisins. Sambærilegt hlutfall í desemberkönnuninni reyndist 58,7%. Athygli vekur að einungis 15,3% íbúa á Norðausturlandi eru neikvæðir í garð fyrirtækisins en voru 19,5% í síðustu könnun. Í annarri könnun Capacent Gallup, sem náði til íbúa á landinu öllu, reyndust 57,4% svarenda vera jákvæð í garð Alcoa Fjarðaáls. Þetta er nokkru hærra hlufall en í sambærilegri könnun frá því í desember í fyrra þegar 50% lýstu sig jákvæð í garð fyrirtækisins. Sama könnun leiðir einnig í ljós aukinn stuðning á meðal landsmanna við álversframkvæmdir á Reyðarfirði eða 56,4% nú á móti 51% í desemberkönnuninni. Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. Í könnun sem gerð var í desember sl. mældist stuðningur við álvershugmyndir á Bakka 58,2% á Norðausturlandi. Á Húsavík mælist stuðningurinn í nýju könnuninni 83% en var tæp 76% í desemberkönnuninni. Alls reyndust 19,9% andvíg áformum um álver á Bakka í könnuninni nú, en voru 27,7% í í desember. Hlutfall hlutlausra í þessari nýju könnun var 10,6% en reyndist 14,1% í desemberkönnun Capacent Gallup. Þegar eingöngu er tekið tillit til viðhorfa Húsvíkinga kemur í ljós að 10,3% þeirra eru nú andvíg álversáformum en hlutfallið var 17,9% í desember. Vaxandi meirihluti svarenda er jákvæður í garð Alcoa Fjarðaáls í könnuninni á Norðausturlandi. Þannig svöruðu 67% því til að þeir væru frekar eða mjög jákvæðir í garð fyrirtækisins. Sambærilegt hlutfall í desemberkönnuninni reyndist 58,7%. Athygli vekur að einungis 15,3% íbúa á Norðausturlandi eru neikvæðir í garð fyrirtækisins en voru 19,5% í síðustu könnun. Í annarri könnun Capacent Gallup, sem náði til íbúa á landinu öllu, reyndust 57,4% svarenda vera jákvæð í garð Alcoa Fjarðaáls. Þetta er nokkru hærra hlufall en í sambærilegri könnun frá því í desember í fyrra þegar 50% lýstu sig jákvæð í garð fyrirtækisins. Sama könnun leiðir einnig í ljós aukinn stuðning á meðal landsmanna við álversframkvæmdir á Reyðarfirði eða 56,4% nú á móti 51% í desemberkönnuninni.
Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira