Fjórir bílar fóru út af Reykjanesbraut, á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar síðla nætur, eftir að ökumenn þeirra misstu stjón á þeim í krapa og hálku. Nokkrir úr bílunum voru fluttir á Slysadeild, en engin reyndist alvarlega slasaður.
Bílarnir voru allir komnir á sumardekk. Þá var mikil hálka og þoka á Hellisheiði undir morgun en ekki er vitað um óhöpp eða slys þar. Það gekk á með éljum víða suðvestanlands síðla nætur þannig að fjöll gránuðu og krapi settist sumstaðar á bíla í byggð.
Árrisulir ökumenn þurftu að grípa til sköfunnar, sem í mörgum tilvikum var komin aftur í skott eftir veturinn.