Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Guðjón Helgason skrifar 24. maí 2007 12:30 Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum. Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum.
Fréttir Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira