Fermingarbörn mögulegir hryðjuverkamenn 26. maí 2007 18:45 Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf. Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Kona sem hugðist gefa fermingarbarni fimmþúsund króna inneign á lokaðri bankabók var krafin svara um þjóðerni, hjúskaparstöðu og uppruna fimmþúsundkrónanna í Sparisjóðnum. Íslensk kona um sextugt fór í vikunni og hugðist stofna lokaðan bankareikning og leggja inn á hann fimm þúsund krónur handa fermingarbarni eftir að hafa séð auglýsingu frá Sparisjóðnum um fermingargjöfina sem vex. Þegar konan mætti í Sparisjóð Kópavogs var henni afhent þetta eyðublað vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Til að fá að leggja inn þessar fimmþúsund krónur þurfti konan sem sé að framvísa skilríkjum, svara spurningum um þjóðerni, hjúskaparstöðu, barnafjöld á framfæri, hvar hún greiddi skatta, tilgang viðskiptanna - og um uppruna fjármagnsins, svo sitthvað sé nefnt af þeim upplýsingum sem bankinn krafðist. Þegar konan lýsti því yfir að henni þætti heldur fáránlegt að þurfa að sanna að hún væri ekki hryðjuverkamaður til að gefa fermingargjöf, sagði starfsmaðurinn að svona væru reglurnar. Svona lágt leggst ég nú ekki, sagði konan þá og gekk út. Þess má geta að viðkomandi bankareikningur - sem bankinn þarf lögum samkvæmt að varna að verði notaður til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka - er bundinn til fjögurra ára og fermingarbörnin geta ekki tekið út af honum fyrr en við 18 ára aldur. Áðurnefnd voru sett um mitt síðasta ár samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu. Þar er bönkum og fleiri stofnunum gert skylt að kanna áreiðanleika viðskiptamanna meðal annars við upphaf viðvarandi samningssambands og þegar grunur leikur á um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka. Svo virðist sem það geti átt við um fermingargjöf.
Fréttir Innlent Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira