Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. júní 2007 10:35 Starfsmenn Orkuveitunnar voru í Djíbútí á dögunum þar sem verkefninu var formlega hleypt af stokkunum. MYND/OR Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Stjórnvöld í Djíbútí hafa hug á að feta í fótspor Íslendinga í þessum efnum segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni. Flatarmál svæðisins samsvarar liðlega níu Þingvallavötnum og er tæplega sjöfalt stærra en rannsóknarsvæði OR á Hengilssvæðinu. Orkuveitan hefur ekki haft jafn stórt svæði til rannsókna áður. Það er á Assal misgenginu sem gengur eftir stórum hluta austanverðrar Afríku og þvert í gegnum Djíbútí. Jarðhiti þar er víða verulegur. Samkomulag þessa efnis var samþykkt milli OR og ríkisstjórnar Djíbútís í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Önnur ríki sem Assal misgengið fer um hafa sýnt verkefninu áhuga eins og Erítrea, Eþíópía og Kenía. Íslenskir vísindamenn munu vinna að rannsóknunum sem fara fram í sumar og haust. Helstu óvissuþættir raforkuvinnslu úr jarðhita er magn og efnasamsetning vökva í heitum jarðlögum. Heimamenn hafa borað nokkrar grunnar holur og verða sýni úr þeim skoðuð í sumar. Ákvörðun um hvar verður ráðist í boranir á svæðinu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast seint á því ári. Innlent Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Stjórnvöld í Djíbútí hafa hug á að feta í fótspor Íslendinga í þessum efnum segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni. Flatarmál svæðisins samsvarar liðlega níu Þingvallavötnum og er tæplega sjöfalt stærra en rannsóknarsvæði OR á Hengilssvæðinu. Orkuveitan hefur ekki haft jafn stórt svæði til rannsókna áður. Það er á Assal misgenginu sem gengur eftir stórum hluta austanverðrar Afríku og þvert í gegnum Djíbútí. Jarðhiti þar er víða verulegur. Samkomulag þessa efnis var samþykkt milli OR og ríkisstjórnar Djíbútís í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Önnur ríki sem Assal misgengið fer um hafa sýnt verkefninu áhuga eins og Erítrea, Eþíópía og Kenía. Íslenskir vísindamenn munu vinna að rannsóknunum sem fara fram í sumar og haust. Helstu óvissuþættir raforkuvinnslu úr jarðhita er magn og efnasamsetning vökva í heitum jarðlögum. Heimamenn hafa borað nokkrar grunnar holur og verða sýni úr þeim skoðuð í sumar. Ákvörðun um hvar verður ráðist í boranir á svæðinu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast seint á því ári.
Innlent Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent