Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir brýnt að ný aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í þágu barna og ungmenna sé vel tímasett. Hann segir skynsamlegt að hægja á, því mikil innspýting fjármuna sé ekki heppileg miðað við efnahagsástandið í landinu.
Ríkisstjórnin kynnti í gær nýja aðgerðaráætlun til næstu fjögurra ára í þágu barna og ungmenna. Stefnt er að því að hækka barnabætur hjá tekjulægstu fjölskyldum landsins, lengja fæðingarorlof á kjörtímabilinu, eyða biðlistum á barna-og unglingageðdeild Landspítalans og hjá Greiningarstöð ríkisins og auka forvarnir í ýmsum málaflokkum.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að aðgerðir ríkisstjórnar í velferðarmálum verði að vera vel tímasettar og taka mið af efnahagsástandi landsins hverju sinni.
Davíð segir að huga þurfi vandlega að fjármagni sem sett sé í ákveðin verkefni þegar vöxturinn og eftirspurnin hér á landi sé sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir atvinnu sé hér á landi og flytja þurfi inn mikið vinnuafl til að anna því. Hann segir skynsamlegast að hægja á fjárútlátum í önnur verkefni ef tekið sé er mið af efnahagsástandinu núna.