Ökumaður missti stjórn á bíl sínum um ellefu leytið í kvöld og lenti á steinvegg. Ökumaðurinn var að beygja af Miklubraut upp í Skeiðarvog þegar óhappið átti sér stað.
Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki en bíllinn er töluvert skemmdur. Lögreglan er á staðnum.