Ódýrara að hringja Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 19:12 Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Tilskipunin var undirrituð á miðvikudaginn og hún tók gildi í dag. Símafyrirtækin evrópsku geta nú aðeins innheimt að hámarki jafnvirði rúmlega fjörutíu krónua á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar íbúar ESB nota farsíma í öðru sambandsríki og og jafnvirði tuttugu króna á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar tekið er við símtali frá öðru ESB landi. Málið fékk skjóta afgreiðslu á mælikvarða ESB en Framkvæmdastjórnin lagði það fram fyrir tæpu ári. Eftir eitt og hálft ár verður farið yfir áhrift tilskipunarinnar og kannað hvort setja eigi einnig hámarksverð á smáskilaboð. Evrópskir farsímanotendur eru að vonum ánægðir. Einn pólskur námsmaður í Berlín í Þýskalandi segist hafa komið til borgarinnar fyrir 3 árum. Hann hafi tekið með sér farsímann sinn frá Póllandi þar sem hann hafi þurft að bíða í mánuð eftir þýskum farsíma. Á meðan hafi hann notað símann sinn til að hringja í ættingja. síðan hafi hann fengið reikning upp á jafnvirði rúmlega fimmtíu þúsund króna. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir tilskipunina koma til með að hafa áhrif hér. Óvíst sé þó hve lækkunin verði mikil. Hún verði minni í Norðvestur Evrópu en til að mynda í Suður- og Austur-Evrópu þar sem gjöldin hafi verið mjög há. Hann segir símafyrirtækin íslensku taka breytingunni fagnandi því sökum þess hve íslenski markaðurinn sé lítill hafi þeim reynst erfitt að semja um hagstæð kjör við erlend fyrirtæki. Hrafnkell segir þó óvíst hvenær tilskipunin taki gildi hér. Málið eigi eftir að fara í formlegan farveg EES-samningsins. Hrafnkell segir að þetta nái ekki að taka gildi fyrir lok sumafría en vonandi fyrir lok árs. Erlent Fréttir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Tilskipunin var undirrituð á miðvikudaginn og hún tók gildi í dag. Símafyrirtækin evrópsku geta nú aðeins innheimt að hámarki jafnvirði rúmlega fjörutíu krónua á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar íbúar ESB nota farsíma í öðru sambandsríki og og jafnvirði tuttugu króna á mínútu, fyrir utan virðisaukaskatt, þegar tekið er við símtali frá öðru ESB landi. Málið fékk skjóta afgreiðslu á mælikvarða ESB en Framkvæmdastjórnin lagði það fram fyrir tæpu ári. Eftir eitt og hálft ár verður farið yfir áhrift tilskipunarinnar og kannað hvort setja eigi einnig hámarksverð á smáskilaboð. Evrópskir farsímanotendur eru að vonum ánægðir. Einn pólskur námsmaður í Berlín í Þýskalandi segist hafa komið til borgarinnar fyrir 3 árum. Hann hafi tekið með sér farsímann sinn frá Póllandi þar sem hann hafi þurft að bíða í mánuð eftir þýskum farsíma. Á meðan hafi hann notað símann sinn til að hringja í ættingja. síðan hafi hann fengið reikning upp á jafnvirði rúmlega fimmtíu þúsund króna. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir tilskipunina koma til með að hafa áhrif hér. Óvíst sé þó hve lækkunin verði mikil. Hún verði minni í Norðvestur Evrópu en til að mynda í Suður- og Austur-Evrópu þar sem gjöldin hafi verið mjög há. Hann segir símafyrirtækin íslensku taka breytingunni fagnandi því sökum þess hve íslenski markaðurinn sé lítill hafi þeim reynst erfitt að semja um hagstæð kjör við erlend fyrirtæki. Hrafnkell segir þó óvíst hvenær tilskipunin taki gildi hér. Málið eigi eftir að fara í formlegan farveg EES-samningsins. Hrafnkell segir að þetta nái ekki að taka gildi fyrir lok sumafría en vonandi fyrir lok árs.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira