
Innlent
Nýr golfvöllur tekinn í notkun
Nýr átján holu golfvöllur var tekinn í notkum að Hamri, skammt frá Borgarnesi í gær. Þetta er stækkun á níu holu velli, sem þar var fyrir. Bæjarstjórn Borgarbyggðar tilkynnti við þetta tækifæri, að bærinn ætlaði að verja 50 milljónum króna, næstu tíu árin, til frekari uppbyggingar á svæðinu. Með tilkomu nýja Hamars vallarins, eru tveir átján holu golfvellir á Vesturlandi, hinn er á Akranesi.