Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Guðjón Helgason skrifar 6. ágúst 2007 12:11 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóranum í Dumbrovnik um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. Um fimm hundruð slökkviliðsmenn reyna nú hvað þeir geta til að ná tökum á eldunum og flugvélar meðal annars notaðar til að berjast við þá. Vindasamt er á svæðinu og gerir það slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og því breiðast eldarnir hratt út. Virkar jarðsprengjur frá stríðsátökum á tíunda áratug síðustu aldar hafa einnig hamlað slökkvistarfi og komið í veg fyrir að slökkviliðsmenn komist á sum svæði þar sem eldarnir loga. Dúbrovnik, sem oft er nefnd Perla Adríahafsins, er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og vinsæll ferðamannastaður. Þar standa enn fjölmargar merkar byggingar frá miðöldum þrátt fyrir að borgin hafi skemmst mikið í átökunum á Balkanskaga. Stór hluti hennar hefur verið endurbyggður. Óttast er að einhverjar merkar byggingar geti orðið eldunum að bráð nái slökkviliðsmenn ekki tökum á þeim hið fyrsta. Dubravka Suica, borgarstjóri, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ferðamenn væru ekki í hættu þar sem eldarnir ógni ekki hverfum við ströndina þar sem flest hótel borgarinnar séu. Mikilir skógareldar, einhverjir þeir verstu í sögunni, hafa logað í Suður-Evrópu í sumar þar sem hvert hitametið hefur verið slegið á fætur öðru. Eldar hafa logað í Albaníu, Búlgaríu, á Grikklandi, Ítalíu, í Makedóníu, Portúgal, á Spáni og í Tyrklandi. Rúmlega þrjú þúsund ferkílómetrar af skóglendi hafa orðið eldum að bráð - meira en allt árið í fyrra.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira