Íslenska IKEA dýrara en það sænska Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. ágúst 2007 18:45 Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana. Fréttir Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Handahófsúrtak fréttastofu úr nýjum vörulista IKEA sýnir að verðið á Íslandi er allt að sjötíu prósentum hærra en hjá IKEA í Svíþjóð. Í aðeins einu tilviki af sjö var lægra verð á Íslandi. Framkvæmdastjóri IKEA segir fjölmargt skýra verðmuninn. Fáum blöskrar verðið í IKEA eins og sést á gestafjöldanum en menn búast við að hátt í tvær milljónir manna hafi heimsótt búðina nýju í Kauptúni í október, en þá er ár liðið frá opnuninni. Í gær kom svo Ikea bæklingurinn inn á flest heimili landsins - mörgum eflaust til mikillar gleði og má ætla að nokkur hluti kvenþjóðarinnar að minnsta kosti hafi ekki verið viðræðuhæfur í gærkvöldi - en það er óvíst að verðsamanburður fréttastofu gleðji marga. Fréttastofa valdi af handahófi 7 vörur í nýja bæklingnum og bar saman við verð á sömu vörum í Svíþjóð miðað við heimasíðu Ikea þar í landi. Þetta kom í ljós: Hvítur þriggja sæta leðursófi Arild - kostar 99 þúsund og níu hundruð hér - en 93.600 í Svíþjóð. Hann er sjö prósent dýrari á Íslandi. Nýr Linnarp bókaskápur - kostar hér 29.900 en rösklega 25 þúsund í Svíþjóð. Hann er 18% dýrari hér. Margir eru í skrifborðshugleiðingum í skólabyrjun - Jonas skrifborðið kostar 11.950 hér - en rösklega níu þúsund í Svíþjóð. Munurinn - 28%. Fimm lítra stálpottur kostar 4490 hér - 3360 í Svíþjóð. Hann er 34% dýrari hér. Einbreitt Hemnes rúm kostar hér 18.950 - en 12.600 í Svíþjóð. Munurinn er 50%. Og þá er það Nominell skrifborðsstóllinn sem kostar 15.950 hér en 9320 í Svíþjóð. Hann er sjötíu prósent dýrari á Íslandi. Að lokum er það eina húsgagnið í þessu slembiúrtaki sem reyndist ódýrara á Íslandi. Það er sjónvarpsskápur sem kostar hér 39.350 kr - en 42.100 í Svíþjóð. Hann er 6% dýrari í Svíþjóð. Þessi karfa kostar hér samtals 221.090 kr. og er 14% dýrari en í Svíþjóð, 21% dýrari en í Danmörku, 15,5% dýrari en í Bretlandi og 6% dýrari en í Noregi. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir margvíslegar ástæður fyrir þessu, meðal annars hærri laun á Íslandi, dýrari flutninga og óhagkvæmari innkaup. Þá sveiflist gengið, þannig að fyrir tíu dögum hefði útkoman verið önnur. Þórarinn segir auk þess að fjölmargar vörur hafi ekkert hækkað í verði milli ára og sumar jafnvel lækkað. Þannig sé verðhækkun milli bæklinganna 2007 og 2008 aðeins 4-5%, á sama tíma og laun hjá fyrirtækinu hækkuðu um 12-15%. Þess má geta að verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í janúar, sem náði til sex hluta úr Ikea, sýndi að verðið var hæst í Noregi af Norðurlöndunum, en næsthæst á Íslandi. Glöggir áhorfendur hafa kannski furðað sig á að framkvæmdastjórinn ber barmmerki sem á stendur Í starfsþjálfun - en veruleg starfsmannaekla er í Ikea eins og víða í samfélaginu og stjórar ganga í afgreiðslustörf þessa dagana.
Fréttir Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira