Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. september 2007 12:07 Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld. Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld.
Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira