Reykjavíkurmótið hófst í gær

Reykjavíkurmótið í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. ÍR-ingar lögðu Fjölni 95-92 þar sem ÍR tryggði sér sigurinn á síðustu sekúndum leiksins og KR-ingar unnu auðveldan sigur á Valsmönnum í Vodafone-höllinni 101-73. ÍR og Valur mætast í Seljaskóla í kvöld og Fjölnir tekur á móti KR í Grafarvogi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.