Nú er körfuboltavertíðin hér heima að hefjast á fullu og í kvöld verða spilaðir tveir fyrstu leikirnir í Poweradebikarnum í karlaflokki. Keflavík fær Þór Akureyri í heimsókn og Skallagrímur og Stjarnan eigast við í Borgarnesi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Annað kvöld fara fram tveir leikir þar sem ÍR mætir Fjölni og Hamar tekur á móti Tindastól.
KR, Njarðvík, Grindavík og Snæfell sátu hjá í fyrstu umferð kepppninnar en þau koma inn og mæta sigurvegurunum úr fyrstu fjórum leikjunum í kvöld og annað kvöld. Um helgina verður svo leikið til þrautar.