Brottvísun fyrir mótmæli? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. september 2007 18:45 Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar. Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira