Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í nótt. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 160 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar.
Karl á þrítugsaldri er í haldi lögreglu vegna málsins, sem er á frumstigi. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Reykjavík. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.