Haft í hótunum Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin." Fréttir Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira