Hver fer til Belgrad? 4. janúar 2008 04:00 Hó hó hó Barði Jóhannsson þykir sigurstranglegur með vöðvafjöllin í Mercedes Club. Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upprifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sérstakan „wild card" aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Tólfta janúar er komið að „wild card" aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sungin og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals 12, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld - 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar - verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn sextánda febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskapinn enn upp býður RÚV upp á upphitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburstar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki. Eurovision Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upprifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sérstakan „wild card" aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Tólfta janúar er komið að „wild card" aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sungin og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals 12, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld - 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar - verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn sextánda febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskapinn enn upp býður RÚV upp á upphitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburstar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki.
Eurovision Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira