Berjumst gegn ofbeldi á konum Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. október 2008 08:00 Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir símakönnun meðal 3.000 íslenskra kvenna á aldrinum 18-80 ára til að afla upplýsinga um ofbeldi gegn konum. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur falið Rannsóknasetri í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands að framkvæma könnunina. Ofbeldi gegn konum er þekkt vandamál um allan heim, þjóðfélagslegt mein sem þarf að uppræta. Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna var efnt til fjölþjóðarannsóknar og þróaður spurningalisti um ofbeldi gegn konum. Hann hefur áður verið notaður í fjölþjóðarannsókn sem Danmörk tók þá þátt í, eitt Norðurlandanna. Í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum er nú komið að Íslandi að gera slíka könnun. Ofbeldi á konum um allan heimVitað er að umfang ofbeldis er breytilegt milli landa. Gott dæmi um það er að fjölþjóðakönnunin sýndi að hlutfallslega fleiri konur höfðu orðið fyrir ofbeldi í Danmörku en Sviss, en færri en í Tékklandi og Ástralíu. Hins vegar höfðu dönsku konurnar sjaldnar verið beittar heimilisofbeldi. Valdamunur karla og kvenna og almenn yfirráð karla virðast auka líkur á heimilisofbeldi. Ofbeldið virðist þannig tengjast menningu hvers samfélags. Könnun á umfangiÍsland vill í þessum efnum sem öðrum bera sig saman við önnur lönd. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á því hvort ofbeldi gegn konum hefur aukist eða breyst. Svo vel vill til að hér á landi gerði dómsmálaráðuneytið könnun á umfangi og eðli ofbeldis fyrir tólf árum. Þess vegna er hægt að sjá hvaða breytingar hafa orðið frá því sú könnun var gerð. Í áðurnefndri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um ofbeldi gegn konum kemur fram að gera skal könnun á ofbeldi karla gegn konum. Fyrsti þáttur þeirrar könnunar er að hefjast eins og áður sagði. Til þess að stjórnvöld geti aðstoðað konur þarf þekking á umfangi og eðli að vera til staðar. Þess vegna er afar mikilvægt að góð svörun fáist við símakönnuninni. Viðamikil rannsókn hafinAuk símakönnunarinnar er félags- og tryggingamálaráðuneytið að undirbúa næstu skref í rannsókninni til að dýpka þekkingu á umfangi og eðli vandans og helstu úrræðum. Gerðar verða viðtalskannanir meðal starfsmanna félagsþjónustu, barnaverndar, leikskóla, grunnskóla, heilbrigðiskerfis, félagasamtaka og lögreglu. Þessum þætti rannsóknarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvaða aðstoð og úrræði þessir aðilar hafa fram að færa, hvernig sé hægt að efla núverandi þjónustu og hvaða nýrra úrræða sé þörf til að styrkja og aðstoða konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Í könnuninni verður hugað sérstaklega að erlendum konum sem eru beittar ofbeldi. Enda þótt könnunin beinist að konum er vitað að aðstoð við konurnar kemur börnum sem alast upp við ofbeldi að miklu gagni. Stundum þarf að koma á fót sérstakri aðstoð við börn sem búa við ofbeldi á heimilum sínum. Þess vegna nær rannsóknin einnig til barnaverndar, leikskóla og grunnskóla þar sem viðtöl verða tekin við starfsfólk. Góð svörun lykill að árangriMeð aðgerðaáætluninni hófu stjórnvöld markvissa baráttu gegn því böli sem fylgir ofbeldi gegn konum og er símakönnunin mikilvægur þáttur í því. Góð svörun við símakönnuninni gefur traustari niðurstöður og auðveldar stjórnvöldum að koma með úrbætur sem nýtast konum og börnum. Ég hvet því allar konur sem lenda í úrtaki könnunarinnar til að taka þátt og leggja með þeim hætti baráttunni gegn ofbeldi á konum lið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun