Lausn undan verðtryggingu 28. nóvember 2008 02:00 Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun