
Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu
Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar.
Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing".
Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar.
Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum.
Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Höfum alla burði til þess
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls
Erna Bjarnadóttir skrifar

Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!
Kristín Magnúsdóttir skrifar

Líkindi með guðstrú og djöflatrú
Gunnar Björgvinsson skrifar

Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn
Zeljka Kristín Klobucar skrifar

Vér vesalingar
Ingólfur Sverrisson skrifar

Leikrit Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst?
Unnar Geir Unnarsson skrifar

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu
Róbert R. Spanó skrifar

Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli
Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar

Ákall til íslenskra stjórnmálamanna
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Væri ekki hlaupið út aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hefur ítrekað hótað okkur áður
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín!
Júlíus Valsson skrifar

Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Erum við á leiðinni í hnífavesti?
Davíð Bergmann skrifar

Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð
Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar

Kæfandi klámhögg sveitarstjóra
Jón Trausti Reynisson skrifar

Klár fyrir Verslunarmannahelgina?
Ágúst Mogensen skrifar