Taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. maí 2008 00:01 Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Spjall mitt við Heimi Má Pétursson í Hádegisviðtali á Stöð 2 mánudaginn 5. maí hefur greinilega valdið umtalsverðum taugatitringi í utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu 10. maí ryðst aðstoðarmaður utanríkisráðherra fram á ritvöllinn og beitir harla óvenjulegum aðferðum í pólitískri rökræðu, ef hægt er þá að gefa skrifum hennar slíkt nafn. Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er minn málflutningur ekki afgreiddur þannig að ég hafi haldið þar fram illa rökstuddum eða fráleitum sjónarmiðum, ég hafi rangt fyrir mér eða að ég hafi misskilið eitt eða annað. Nei, þess í stað er ósköp einfaldlega sagt að ég hafi logið 5 sinnum á jafn mörgum mínútum, sbr. fyrirsögn greinarinnar „5 sinnum ósatt á 5 mínútum". Minna má nú gagn gera. Þegar betur er að gáð er þó engin efnisleg staðreynd eða fullyrðing mín hrakin til að undirbyggja og sanna þessa sveru fullyrðingu. Ég stend við hvert orð sem ég þarna sagði og renn skammt undan með mínar skoðanir þó svona skeyti berist úr herbúðum Samfylkingarinnar. Við höfum bersýnilega ólík viðhorf til utanríkis-, friðar- og afvopnunarmála, ég, utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskja hennar. Það sem veldur þessari hrottalegu taugaveiklun í utanríkisráðuneytinu er að ég er ósammála þeirri miklu áherslu á þátttöku í NATO og stórfelldum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna sem utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beitir sér fyrir. Þeirri stefnu hef ég gefið nafnið „NATO-væðing". Útgjöld upp á milljarða króna í þarflaust vígbúnaðarbrölt er greinilega hafið yfir gagnrýni að mati Samfylkingarforustunnar. Ég hirði ekki að eiga orðastað við flokkspólitísku deildina í utanríkisráðuneytinu, eins og hún sé handhafi hins eina og endanlega sannleika. Ef umræðan á að vera á þeim forsendum að allir sem ekki eru sammála núverandi utanríkisráðherra og aðstoðarmanneskju hennar segi barasta ósatt, séu að ljúga, þá er málstaður þeirra ekki beysinn og þær ekki öfundsverðar af honum. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar