Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. apríl 2008 11:59 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun