Sport

Bolt og Isinbayeva frjálsíþróttafólk ársins

Isinbayeva og Bolt fengu 67,000 pund og verðlaunagrip við athöfn í Mónakó
Isinbayeva og Bolt fengu 67,000 pund og verðlaunagrip við athöfn í Mónakó NordicPhotos/GettyImages

Spretthlauparinn Usain Bolt og stangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva hafa verið útnefnd frjálsíþróttafólk ársins. Bæði voru þau í fremstu röð í sínum greinum á árinu og settu heimsmet.

Bolt fór hamförum á Ólympíuleikunum í Peking í sumar þar sem hann varð fyrsti maðurinn til að slá heimsmet í þremur spretthlaupsgreinum á sömu leikunum.

Hinn 22 ára gamli Bolt sló heimsmetið í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi með liði Jamaíka.

Isinbayeva var líka kjörin frjálsíþróttakona ársins árin 2004 og 2005 og sló eigið heimsmet í stangarstökki þrisvar á árinu. Hún á að baki 24 heimsmet á ferlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×