Árni Johnsen hættir við mál gegn Agnesi -með þrem nýyrðum 9. september 2008 14:18 Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen" Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Árni Johnsen alþingismaður hefur hætt við málaferli gegn Agnesi Bragadóttur blaðamanni á Morgunblaðinu. Árni sagði í samtali við Vísi að hann hreinlega nennti ekki að vera að eltast við Agnesi. Og Árni hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu (með þrem nýyrðum) um þetta mál. „Undirritaður ætlar að fyrirgefa Agnesi Bragadóttur ósmekklegt orðaval í minn garð. Agnes hefur m.a. kallað mig stórslys, en það er svo sem vægt til orða tekið um mig og nánast hrósyrði úr einstöku fúkyrðasafni hennar. Maður á ekki að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi. Agnes hefur alltaf verið mjög linfróm í mannasiðum og hefði þess vegna , jafnvel með dómsorði, haft gott af því að vera minnt á að hún er aðeins jafningi meðal jafningja. Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð. Svona er innræti Agnesar en við erum gamlir starfsfélagar og ég veit ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma,enda varði ég hana oft. Hún á nógu erfitt með sjálfa sig þó ég fari ekki að þyngja þá bagga. Agnes á mjög brjóstgóða takta þannig að hennar svið er vítt og vinalegt á margan hátt þótt slíkt sé alltaf afstætt í stærðum. Þökk sé Einari Huga Bjarnasyni hdl. fyrir vandaðan undirbúning stefnu og fróðlegt væri að láta reyna á þau lög sem banna umfjöllun um málsatvik hjá fólki sem hefur gert upp að fullu við dómskerfið og hlotið uppreist æru, banna umfjöllun að viðlögðum sektum eða fangelsi. Í ljósi þess að mér finnst skemmtilegra að skemmta fólki en skrattanum þá geri ég allt sem í mínu valdi stendur til þess að komast hjá því að hitta Agnesi Bragadóttur og fell því frá boðaðri stefnu um meiðyrði um leið og ég bið henni alls góðs og varúðar í munnhálkunni því það er skreypt á skötunni frá kjafti og afturúr. Árni Johnsen"
Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira