Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Óli Tynes skrifar 10. september 2008 16:45 Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á. Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á.
Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent