Hrossaþjófur felldur með DNA sýni Óli Tynes skrifar 27. júlí 2008 18:15 Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl. Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl.
Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira