Mótmæla fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ 19. janúar 2008 13:23 Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær. Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær.
Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira