HB Grandi fór í öllu að lögum Óli Tynes skrifar 1. febrúar 2008 16:08 Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
HB Grandi hafnar því algjörlega að hafa ekki farið að lögum í uppsögnum starfsfólks í fiskivinnslunni á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri, segir að þeir leggi ofuráherslu á að hjálpa því starfsfólki sem endanlega missir vinnuna. Verkalýðsfélag Akraness hefur haldið því fram að HB Grandi hafi hunsað lög um hópupsagnir með skýrum hætti. Grandi hafi ekki sinnt lögbundnu upplýsinga- og samráðsferli í tengslum við uppsagnirnar. Það liggi fyrir að málið muni enda fyrir dómstólum og muni ASÍ reka það mál fyrir hönd verkalýðsfélagsins. Í samtali við vísi.is sagði Eggert B. Guðmundsson að lögum samkvæmt þyrfti að eiga samráð við trúnaðarmenn og tilkynna uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar. Hvorttveggja hafi verið gert. Eggert sagði að fyrirtækið léti ekki þar staðar numið. HB Grandi og Vinnumálastofnun ætla að gera sameiginlega áætlun um endurmenntun og ráðgjöf gagnvart þeim sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð ferilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. HB Grandi greiðir kostnað við verkefnið og leitað verður eftir samstarfi við þá sem annast fræðslu og námskeiðahald, við verkalýðsfélög og við aðra eftir atvikum. Stjórnendur HB Granda eru þegar byrjaðir að kanna möguleika starfsfólks fyrirtækisins á Akranesi til vinnu í öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins og kynna niðurstöður þeirrar könnunar fljótlega. Fyrirtækið stefnir að því að kynna um miðjan febrúar hverjir verði endurráðnir úr núverandi hópi starfsmanna þess á Akranesi og hvaða verkum þeir komi til með að sinna. Uppsagnir fiskvinnslufólksins v oru ræddar ítarlega í gær á fundi sem Vinnumálastofnun boðaði til.. Á fundinn mættu fulltrúar HB Granda og Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar Alþýðusambandsins sáu sér hins vegar ekki fært að mæta. Fundurinn í gær var boðaður að frumkvæði ASÍ til að ræða ávirðingar á hendur HB Granda um að fyrirtækið hefði brotið lög og rétt á starfsmönnum sínum á Akranesi. Eggert B. Guðmundsson segir að málið hafi verið rætt ítarlega við Vinnumálastofnun og ekkert hafi komið þar fram sem bendi til að HB Grandi hafi staðið ranglega að málum, hvað þá að lög hafi verið brotin.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira