Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15.
Einnig var valið lið umferðanna sem og besti þjálfarinn og besti dómarinn.
Liðið er þannig skipað:
Adama Darboe, Grindavík
Brenton Birmingham, Njarðvík
Hreggviður Magnússon, ÍR
Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Darrell Flake, Skallagrími
Besti þjálfarinn: Ken Webb, Skallagrími.
Besti dómarinn: Kristinn Óskarsson.
Viðtöl við þá Hlyn og Webb birtast síðar í dag á Vísi.