Það hefur snjóað talsvert í Reykjavík og nágrenni í nótt og þung færð færð á öllu höfuðborgarsvæðinu og austur í sveitir.
Búast má við talsverðum töfum í umferðinni af þessum sökum. Þeim sem ekki eru á vel búnum bílum er líklega ráðlegra að taka frekar strætó eða ganga, þar sem þess er kostur.
Og þeim sem leggja í hann er bent á að hreinsa vel snjó af rúðum og ljósum.
Lögreglan á Selfossi segir að þar hafi kyngt niður snjó í alla nótt og sem stendur er ófært bæði um heiðina og Þrengslin.