Tveimur leikjum sem áttu að fara fram í kvöld í Iceland Express-deild karla hefur verið frestað vegna ófærðar.
Um er að ræða leik Grindavíkur og Tindastóls annars vegar og Snæfells og Hamars hins vegar.
Eftir standa þrír leikir sem hefjast allir klukkan 19.15 í kvöld. Fjölnir og Skallagrímur mætast í Grafarvogi, ÍR og Keflavík í Seljaskóla og að síðustu Njarðvík og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Njarðvík og KR mættust í úrslitum deildarinnar í fyrra en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld.
Frestuðu leikirnir munu fara fram á sunnudaginn.