Ráðleysi í Ráðhúsinu 9. febrúar 2008 13:40 Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar