Extra Bladet biðst aðeins afsökunar á enskri þýðingu Óli Tynes skrifar 13. febrúar 2008 14:15 Sorry. Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera. Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess. Ritstjórinn segir að það sem birtist á prenti í Danmörku sé utan við þetta enda hafi siðanefnd danskra fjölmiðla fellt úrskurð blaðinu í vil þegar Kaupþing kærði málið þangað. Kaupþing var ósátt við tíu greina úttekt Extrablaðsins á bankanum. Kaupþing skýrði frá því í dag að blaðið hefði fallist á að biðja afsökunar og greiða skaðabætur vegna þessarar umfjöllunar. Bent Falbert ritstjóri og ábyrgðarmaður Extrablaðsins sagði í samtali við Vísi að Kaupþing hefði farið þá óvenjulegu leið að höfða mál í þriðja landinu, Bretlandi. Þeir hafi komist að því að í Englandi væru greinarnar lesnar öðruvísi en í Danmörku. Þær hafi verið lesnar þannig að verið væri að saka Kaupþing um glæpsamlegt athæfi. Það hafi blaðið ekki gert. Því hafi verið ákveðið að biðjast afsökunar á því ef hefði mátt skilja ensku útgáfuna með þeim hætti. Falbert sagði að það væri geysilega dýrt að reka mál sem þetta í Bretlandi og því hafi samningaleiðin verið farin. Vefsíðan business.dk áætlar að málaferlin hefðu kostað Extrablaðið um 120 milljónir íslenskra króna. Falbert vildi ekki segja hversu háa upphæð Extrablaðið hafi greitt í miskabætur. Aðspurður um hvort þetta hafi einhvern eftirmála fyrir ritstjórn blaðsins, hvort til dæmis hans höfuð myndi fjúka, sagði Falbert svo ekki vera.
Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira